Nýjustu færslur
Reebok-Fitness

Reebok-Fitness

Þetta er ræktin mín. Ég segi mín af því að ég hef aldrei áður bundist neinni líkamsrækt svona böndum. Síðan ég man eftir mér hef ég ekki verið neitt sérstaklega gefin fyrir það að hreyfa mig, bara svona almennt og líkaði ekki að fá púlsinn upp né að svitna. Ég var barn sem prófaði allar...

Nýi skólinn

Árið 1988 byrjaði ég í skóla. Sá skóli var í hinu nýbyggða hverfi Grafarvogi og skólabyggingin var því glæný og hún var líka alveg pínulítil, því ekki vorum við mörg sem stunduðum námið þar. Ég man vel hversu hrikalega spennt ég var að vera orðin svo stór að ég var að byrja í skóla! Skólabyggingin...

Að sleppa undan öngþveiti stórborgarlífsins.

Frá fyrsta og upp í sjötta bekk bjó ég í Árbænum með móður minni og litlu systur. Síðar bættust við í hópinn lítill bróðir og stjúpfaðir. Á þessum árum stundaði ég mjög mikla útivist og líkamsrækt. Ég tók hjólatúra niður í Elliðarárdal allavega tvisvar sinnum í viku og fór oft í sund. Eftir að við...
Elsku Harpa

Elsku Harpa

Ein af mínum uppáhaldsstöðum í Reykjavík er tónlistarhúsið Harpa. Hún stendur við Reykjavíkurhöfn niður í miðbæ með Esju út um allt fyrir aftan sig. Ég á mér margar minningar þaðan sem fer vonandi sífellt fjölgandi. Hún kemur mér alltaf á óvart, sama hvað það er sem ég er að fara á. Oftast eru það tónleikar...

Fyrsta hverfið ,,okkar”

Árið 2004 keyptum við hjónin, þá kærustupar, okkar fyrstu íbúð. Fyrir valinu varð yndisleg kjallaríbúð í Langholtshverfinu. Okkar fyrsta sameiginlega eign og þvílík hamingja! Húsgögnin okkar og flestallt annað í okkar búi var okkur gefið notað af fjölskyldu og vinum og ekkert passaði saman en við hefðum ekki getað verið ánægðari með litla heimilið okkar....
Dramatík í Glæsibæ

Dramatík í Glæsibæ

Ég hef átt marga góða daga í borginni. Mínar helstu minningar eru tengdar mömmu minni og kringlunni, laugarveginum og bíóferðum. Í þau skipti sem ég hef farið til Reykjavíkur hefur dvölin einkennst af tónleikum, veitingastöðum, bíóferðum, verslunarferðum, kaffihúsum og fleiru menningartengdu. En ekkert þótti mér eins eftirminnilegt og ein helgi í ágústmánuði árið 2011. Ég...
Nasa

Nasa

Þegar ég djammaði í fyrsta skiptið í bænum þá sá ég svo fallegt hús ég vissi ekkert hvaða hús þetta væri en það fangaði algjörlega athygli minni og hugsaði ég lengi um þetta hús því um morgunin eftir djammið þá man ég ekki hvar ég sá þetta hús. Núna svona 4 árum eftir að ég...
Rauðavatn

Rauðavatn

Eftir að ég flutti í Norðlingaholt með manninum mínum höfum við farið nokkuð oft í göngutúra í kring um Rauðavatn og í Heiðmörk. Við fjölskyldan förum mikið í göngutúra og hjólatúra hringinn í kring um Rauðavatn og þar er alltaf mikið líf og fjör alla daga ársins. Vatnið er mjög oft frosið yfir vetrartímann svo...

Dúddi eða feita öndin á tjörninni

Ég man þegar ég var í Kvennó á sínum tíma, þá gékk maður reglulega framm hjá tjörninni á leiðinni úr og í strætó. Einn góðan veðurdag var ég á röltinu og tók þá eftir þessari risastóru feitu önd. Ég hljóp auðvitað af stað til að ná í vinkonurnar (enda voru þær líka miklir áhugamenn um...

Flóð á Grandanum

Sagan sem ég ákvað að segja frá gerðist fyrir nokkrum árum, um 8 árum eða svo, þegar ég var enn í menntaskóla. Þetta var um sumarleitið en ég vann í Húsasmiðjunni það sumar sem kassastarfsmaður. Það vildi svo til að þennan dag var mamma mín í fríi og ákvað því að skutla mér í vinnuna....
Leiksvæði

Leiksvæði

Ég er alin upp í Grafarvoginum í frekar ungu hverfi. Þegar við fluttum í hverfið var það ekki tilbúið og mörg hús voru í byggingu. Fyrir barn var þetta algjör paradís en ég gat farið ein út að leika mér og umhverfið bauð uppá leiki þar sem ímyndunaraflið réði för. Rétt við húsið mitt er...
Tjörnin

Tjörnin

Alltaf þegar ég var lítil og fór í bæinn með fjölskyldunni dreymdi mig að gefa öndunum á tjörnini að borða. Ég veit að það er svolítið fyrir stelpu sem hefur búið allt sitt líf í sveit og getur gefið gæsum, þröstum og öndum að borða. En það var svo spennandi í fréttunum þegar fólkið sýndi...
Fyrsta Esjugangan

Fyrsta Esjugangan

28.júní 2012 fór ég í fyrsta skipti í göngutúr upp Esjuna, ég hafði áður gengið aðeins upp hana en ekki langt. Ég fór með vinkonum mínum þennan dag en okkur langaði að sjá hvort við kæmumst ekki upp á toppinn. Við lögðum af stað ansi seint en það var æðislegt veður og við tókum hundana...

Menninganótt

Atburðurinn sem ég ákvað að skrifa svoítið um og er tengdur Reykjavík er Menningarnótt. Ég bý út á landi og er algjör dreifbýlistútta þótt ég segi sjálf frá, en á samt sem áður magar góðar minningar tengdar Reykjavík. Pabbi minn er kokkur og sá um veitingarekstur í Þjóðmenningarhúsinu um nokkurt skeið. Ég fór oft með...

Túristar á djamminu

Ég á margar skemmtilegar minningar af djamminu í Reykjavík og einmitt margar sem tengjast túristum en sérstaklega á sumrin þá er bærinn troðfullur af útlendingum og mér finnst mjög gaman að spjalla við þá. Í eitt skiptið þá vorum við vinkonurnar á English Pub og hittum þar hóp af bandarískum nemum. Þeir fóru að spjalla...